12 júl. 2017

Strákarnir töpuðu fyrir Ítölum með minnsta mun, 66-67, í síðasta leik æfingamótsins á Krít.

Leikurinn var jafn allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystu.  Ítalarnir leiddu samt lengur en okkar strákar.  Strákarnir voru yfir í hálfleik 34-30 og það var mesta forysta þeirra í leiknum.  Ítalir náðu forystu í þriðja leikhluta og leiddu eftir hann 47-52. Okkar strákar voru að elta allan 4. leikhluta.  Náðu að jafna 56-56 um miðjan leikhlutann en Ítalarnir náðu forystunni aftur.  Strákarnir fengu mörg tækifæri í lokin til að jafna eða komast yfir en það tókst ekki. 

Spilamennskan hjá okkar strákum var að mörgu leyti góð.  Vörnin gekk nokkuð vel með fáeinum undantekningum.  Í sókninni töpuðu þeir “aðeins” 15 boltum sem er framför.  Voru að fá fullt af góðum skotum en hittu ekki vel.  Auk þess voru þeir duglegir að ráðast á körfuna og þá brutu Ítalarnir mikið á þeim.  Fengu þ.a.l. mikið af vítum.  Þar var nýtingin mjög slæm og þá er vægt til orða tekið.  Hittu aðeins úr 9 af 36. 

Þeir fá núna 2 daga frí il að hvíla sig og EM byrjar síðan á laugardaginn með leik gegn Frökkum kl. 16 (13 að íslenskum tíma).

Strákarnir hlakka til að sjá Íslendinga í stúkunni til að hvetja þá til dáða.