8 júl. 2017

Í dag klukkan 15:15 að íslenskum tíma munu stúlkurnar í u20 ára liði Íslands spila gegn Grikklandi í B-deild Evrópumóts. Um sögulegan leik er að ræða þar sem Ísland hefur aldrei áður sent lið til keppni í 20 ára Evrópumóti kvenna. 

Mótið fer fram í Eilat, Ísrael og stelpurnar ásamt fylgdarliði mættu til borgarinnar seint á fimmtudagskvöld. Þær hafa því haft 2 daga til að venjast hitanum en yfir heitasta tímann er yfir 40 stiga hiti og þrátt fyrir að íþróttahúsin séu loftkæld þá er töluverður hiti þar inni. 


Allir leikirnir verða sýndir beint og einnig er hægt að fylgjast með lifandi tölfræði frá leiknum. 
Hægt er að nálgast bæði beina útsendingu og tölfræði hér: