7 júl. 2017

Íslensku FIBA dómararnir og dómaraleiðbeinandinn fengu verkefnum úthlutað frá FIBA nú í sumar. Fara þeir til Ísrael, Grikklands og Frakklands.

 

Leifur S. Garðarsson heldur fyrstur af stað til Eilat í Ísrael með U20 kvennaliði Íslands þar sem hann dæmir í B deild keppninnar.

 

Sigmundur Már Herbertsson fer með U20 karlaliði Íslands til Krítar í Grikklandi og dæmir í A deild keppninnar.

 

Kristinn Óskarsson fer til Frakklands í ágúst og verður dómaraleiðbeinandi í A deild U16 stelpna.