6 júl. 2017

U20 ára lið kvenna hélt af stað í ferðalag til Eliat í Ísrael í gærkvöld þar sem liðið mun taka þátt í Evrópukeppni FIBA sem fer fram 8.-16. júlí.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir lið í keppni U20 kvenna í keppni á vegum FIBA.

 

Ein breyting var gerð í aðdraganda mótsins þegar Dagný Lísa Davíðsdóttir gaf ekki kost á sér í verkefnið og inn í liðið kom Elfa Falsdóttir úr Val.

 

U20 kvenna er þannig skipað:

Björk Gunnarsdóttir - Njarðvík

Dýrfinna Arnardóttir - Haukar

Elfa Falsdóttir - Valur

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir - Valur

Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík

Irena Sól Jónsdóttir - Keflavík

Júlía Scheving Steinþórsdóttir - Njarðvík

Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir - Njarðvík

Thelma Dís Gunnarsdóttir - Keflavík

Þóra Kristín Jónsdóttir - Haukar

Isabella Ósk Sigurðardóttir - Breiðablik

Rósa Björk Pétursdóttir - Haukar

 

Þjálfari er Bjarni Magnússon og aðstoðarþjálfari er Árni Eggert Harðarson. 

Telma Ragnarsóttir er sjúkraþjálfari liðsins og Arnar Sigurjónsson styrktarþjálfari.

Fararstjóri í ferðinni er Bryndís Gunnlaugsdóttir og Leifur S. Garðarsson, FIBA dómari, dæmir á vegum FIBA á mótinu fyrir Íslands hönd.