6 júl. 2017

Á norðurlandamótinu sem nú er nýlokið í Finnlandi voru fjórir íslenskir dómarar, þau Davíð Tómas Tómasson, Georgía Olga Kristiansen, Jóhannes Páll Friðriksson og Þorkell Már Einarsson. Þau dæmdu fjöldan allan af leikjum og stóðu sig með stakri prýði.

 

Kristinn Óskarsson fór einnig í mótið sem dómaraleiðbeinandi en hver þjóð sendir einn slíkan auk þess sem FIBA sendir einnig leiðbeinanda.

Allir dómarar fá því góða endurgjöf í mótinu og koma reynslunni ríkari og uppfræddari til baka.