5 júl. 2017Craig Pedersen, þjálfari landsliðs karla, og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið og boðað 24 leikmenn sem munu mæta til æfinga þann 20. júlí þegar æfingar hjá landsliðinu hefjast.
Hópurinn verður minnkaður fljótlega niður í hóp 14 til 15 leikmanna sem æfir saman í sumar og úr honum verður endanlegt 12 manna lið valið sem heldur út til Finnlands á lokamót EM, EuroBasket 2017.

Landsliðið mun undirbúa sig fyrir EM með æfingaleikjum gegn Belgíu hér heima 27. og 29. júlí og fara í tvær æfingaferðir í ágúst fyrir brottförina til Finnlands, fyrst til Rússlands og svo til Ungverjalands og Litháens í sömu ferð. Alls verða leiknir átta æfingaleikir í sumar fyrir EM.

Æfingahópur landsliðs karla sumarið 2017 er þannig skipaður:

Axel Kárason · Tindastóll
Brynjar Þór Björnsson · KR                                 
Dagur Kár Jónsson · Grindavík                      
Elvar Már Friðriksson · Barry University, USA
Gunnar Ólafsson · St. Francis University, USA                                                                                  
Haukur Helgi Pálsson · Cholet Basket , Frakklandi
Hlynur Bæringsson · Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Jón Arnór Stefánsson · KR
Jón Axel Guðmundsson · Davidson University, USA                                                      
Kári Jónsson · Drexel University, USA                                   
Kristinn Pálsson · Marist University, USA
Kristófer Acox · KR
Logi Gunnarsson · Njarðvík
Martin Hermannsson · Châlon-Reims, Frakklandi                          
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Ólafur Ólafsson · Grindavík
Pavel Ermolinskij · KR
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Arcos Albacete, Spáni                            
Sigtryggur Arnar Björnsson · Skallagrímur
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · AE Larissas, Grikklandi
Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri
Ægir Þór Steinarsson · San Pablo Inmobiliaria Burgos, Spáni

#korfubolti