28 jún. 2017Í dag var leikið gegn Svíum í leikjum dagsins á Norðurlandamótinu í Finnlandi á þriðja leikdegi og var uppskeran tveir sigrar og tvö töp. U18 ára liðin töpuðu sínum leikjum en U16 ára liðin unnu sína leiki.

Ítarlega umfjallanir birtast á karfan.is en úrslit leikjanna urðu þessi:

SWE 67:54 ISL · U18 stúlkna
SWE 71:75 ISL · U16 drengja
SWE 60:62 ISL · U16 stúlkna
SWE 80:50 ISL · U18 drengja

Morgundagurinn verður gegn leikinn gegn liðum Danmerkur en þar eins og komið hefur fram er ekkert lið í U18 stúlkna frá Dönum og því munu stelpurnar fá æfingu í stað leiks og því þrír íslenskir leikir sem fara fram á morgun. Hægt verður að fylgjst með lifandi tölfræði og útsendingum í gegnum tengla sem eru á forsíðunni á kki.is.

#korfubolti