24 jún. 2017Laugardagurinn 2. september verður stór dagur í íslenskri íþróttasögu en þá fara fram tveir landsleikir, í körfubolta og knattspyrnu.

VITA Sport ætlar að bjóða upp á lest frá Helsinki þar sem karfan er leikin til Tampere á landsleikinn í fótbolta laugardaginn 2. september.

Nánari upplýsingar á heimasíðu VITA.is og eru sæti bókanleg þar.
Sætið kostar 4.000 kr. báðar leiðir.
 
02.9.2017 departure Helsinki at 16:28 - Tampere at 18:20
02.9.2017 departure Tampere at 22:20 - Helsinki at 00:14


Lestin fer kl.16:28 frá lestarstöð í Helsinki sem er 200 m frá körfuboltahöllinni þar sem strákarnir okkar í körfu spila samdægurs kl. 13:45. Lestin stoppar 400 m frá vellinum í Tampere og er áætluð koma kl.18:20. Landsleikur Finnalands og Íslands í knattspyrnu hefst klukkan 19:00.

Lestin fer til baka frá sömu lestarstöð í Tampere kl. 22:20 og endar á aðallestarstöðinni í Helsinki klukkan 00:14.

Allir Íslendingar sem ætla á báða leikina þennan dag eru hvattir til að kaupa sér miða tímanlega en lestarferðin er án efa þægilegasti mátinn til að komast á milli þennan dag.

ÁFRAM ÍSLAND!