21 jún. 2017

Ísland vann 75-60 Finnland fyrr í kvöld á æfingarmóti U20 í Laugardalshöll. Þrátt fyrir tap Íslands gegn Ísrael í gær var hreinn úrslitaleikur milli Íslands og Finnlands vegna þess að Svíþjóð lagði Ísreal í fyrri leik dagsins. Þetta þýddi að liðin léku hreinan úrslitaleik og stigamunur skipti ekki máli.

Varnir liðanna voru í aðalhlutverki í fyrsta leikhluta en Finnland leiddi með einu stigi 13-14. Í öðrum leikhluta snéri Ísland leiknum sér í vil en í stöðunni 23-24 skoraði Ísland 27 stig í röð og leiddi 50-24 og eftir það var aldrei spurning hvor megin sigurinn myndi enda. Finnarnir gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í 15 stig 60-45 en Ísland náði að auka muninn á ný og stöðva áhlaup Finnana.

Stigahæstur hjá Íslandi í leiknum var Tryggvi Hlina með 17 stig en hann tók einnig 11 fráköst og varði fimm skot og gaf 5 stoðsendingar. Næsti stigahæstur hjá Íslandi var Kári Jónsson með 14 stig.

Í mótslok var leikmaður mótsins valinn og var það Þórir Guðmundur Þorbjarnarson leikmaður Íslands.

Tölfræði leikja dagsins:
Svíþjóð-Ísrael
Ísland-Finnland

Lokastaða mótsins: