26 maí 2017KKÍ og World Class hafa gert með sér samning fyrir landslið kvenna og karla en allir leikmenn í æfingahópum sumarsins og fram á haustið fá aðgang að öllum stöðvum World Class auk betri stofunnar í Laugardalnum.

Framundan eru styrktaræfingar liðanna í sumar og áfram næsta haust fyrir komandi átök. Landslið karla æfir fyrir lokamót EM í haust, EuroBasket 2017 í Finnlandi og svo fyrir undankeppni HM sem hefst næsta vetur. Landslið kvenna verður við æfingar í sumar og áfram næsta haust þegar undankeppni EM 2019 byrjar. Bæði liðin munu leika í landsliðsgluggum í nóvember og febrúar. 

Það voru þeir Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ og Sigurður Júlíus Leifsson, frá World Class, sem handsöluð samstarfið í vikunni, og ríkir ánægja beggja aðila með samstarfið framundan og ekki síst meðal landsliðsleikmanna beggja liða sem munu nýta sér aðstöðu World Class vel.

Heimasíða World Class

#korfubolti