3 maí 2017

Föstudaginn 5. maí verður keppnistímabilið 2016-2017 gert upp með einstaklingsverðlaunum. Eins og síðustu tvö keppnistímabil verður tímabilið gert uppá annan máta. Í stað hefðbundins lokahófs á laugardagskvöldi verður létt hóf á föstudeginum þar sem vinningshöfum, forráðamönnum liða og fjölmiðlafólki verður boðið að mæta.

Hófið verður í haldið úti á Granda, á Ægisgarði, Eyjaslóð 5, í Reykjavík og hefst það kl. 12:15.

Veitt verða einstaklingsverðlaun fyrir Domino´s deild karla, Domino´s deild kvenna 1. deild karla og 1. deild kvenna.

Eftirfarandi verðlaun verða veitt:

Domino´s deild karla og kvenna:
Lið ársins · fimm leikmenn
Leikmaður ársins (MVP)  · úr liði ársins
Besti varnarmaðurinn
Besti ungi leikmaðurinn
Besti erlendi leikmaðurinn
Prúðasti leikmaðurinn
Þjálfari ársins
Dómari ársins 

1. deildir karla og kvenna:
Lið ársins · fimm leikmenn
Leikmaður ársins (MVP)  · úr liði ársins
Besti ungi leikmaðurinn
Þjálfari ársins

#korfubolti