30 apr. 2017

KR varð í kvöld Íslandsmeistari 2017 í Domino's deild karla eftir 95:56  sigur á Grindavík oddaleik, hreinum úrslitaleik um titilinn. KR vann því einvígið 3-2 og fengu titilinn afhendann í leikslok. 

Hannes S. Jónsson afhendi fyrirliða KR, Brynjari Þór Björnssyni, Íslandsmeistarabikarinn en þetta er 16. íslandsmeistaratitill KR frá upphafi.

Jón Arnór Stefánsson var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í leikslok.

Birgir Örn Birgis, forstjóri Domino's afhenti Guðrúnu Kristmundsdóttur, formanni körfuknattleiksdeildar KR, eina milljón krónur í verðlaunafé í leikslok frá Domino's.

KR varð einnig bikarmeistari í febrúar og unnu því tvöfalt í ár, sem sannarlega glæsilegur árangur hjá liðinu.

KR var að auki að skrifa söguna sem fyrsta liðið til að vinna fjóra titla í röð frá stofnun úrvalsdeildarinnar með 8-liða úrslitakeppni.
Aðeins KR, Njarðvík og ÍR hafa unnið titilinn fjórum sinnu í röð eða oftar í sögunni, Njarðvík fjórum sinnum árin 1984-1987, KR árin 1965-1968 og ÍR tvisvar sinnum, fyrst fimm ár í röð árin 1960-1964 og fjórum sinnum árin 1969-1973. Alla sögu meistaratitla í sögu karla má sjá hérna á kki.is.

Á Instagram-síðu KKÍ má sjá nokkrar myndir og myndbönd frá leiknum í kvöld.

KKÍ óskar KR til hamingju með titilinn!

#korfubolti