21 apr. 2017Laugardaginn 22. apríl fer fram Körfuknattleiksþing en það er haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í fundarsölum á 3. hæð.

Þing KKÍ er á tveggja ára fresti og er þá kosið um alla stjórnarmenn sem og formann. Einungis einn aðili er í framboði til formanns og er það núverandi formaður Hannes S. Jónsson.
 
Þingsetning er kl. 10:00.
 
Nánari upplýsingar um þingið er hægt að sjá á síðu þingsins á kki.is en þar má meðal annars finna dagskrá þingins, þingtillögur og fleira.