12 apr. 2017Í kvöld verður leikinn hreinn úrslitaleikur um laust sæti í Domino's deild karla að ári! Valur og Hamar mætast í fimmta leik sínum í lokaúrslitum 1. deildar karla í Valshöllinni og hefst leikurinn kl. 18:00.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.

Valur vann fyrsta leik liðanna en Hamar vann svo næstu tvo. Valur jafnaði einvígið á sunnudaginn og í kvöld er komið að oddaleik og verður leikið til þrautar.

Það er ljóst að það verður mikil stemning í Valshöllinni í kvöld en undanúrslitaleikirnir og úrslitin í ár hafa verið mjög spennandi og ítrekað þurft að framlengja til að knýja fram úrslit.

Sjáumst á vellinum í kvöld!

#korfubolti