12 apr. 2017

Ársskýrsla KKÍ 2015-2017 ásamt þingtillögum fyrir Körfuknattleiksþingið 2017 er nú hægt að nálgast hérna á kki.is.
Meðal gagna eru tillögur fyrir þingið, ársskýrslu og dagskrá þingsins. Þar sem öll gögn þingsins eru á vefnum þá verður ársskýrsla ekki prentuð út fyrir alla þingfulltrúa heldur fær hvert félag eitt eintak á þinginu.  

Hægt er að smella hérna eða fara í gegnum aðalvalmynd á um KKÍ > Körfuknattleiksþing til að nálgast gögnin.

Körfuknattleiksþingið fer fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal laugardaginn 22. apríl næstkomandi.