10 apr. 2017Á laugardaginn fór fram úrslitaleikur B-liða fram í Seljaskóla. Fjögur efstu B-liðin í 2. deildinni í vetur fóru í úrslit og léku Haukar-b og Fjölnir-b í undanúrslitunum og Njarðvík-b og KR-b í hinum undanúrslitaleiknum.

Haukar-b og KR-b léku svo til úrslita í ár þar sem KR-b hafði sigur 69:83 og eru því meistarar B-liða árið 2017. KR-b voru ríkjandi meistarar og þeir því meistarar annað árið í röð.

KKÍ óskar KR-b til hamingju!