9 apr. 2017Fjórði leikur milli Vals og Hamars fer fram í kvöld í Hveragerði og hefst hann kl. 19:30.

Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Hamar en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki vinnur sér sæti í Domino's deild karla að ári.

Búast má við fjölmenni á leiknum en mikil spenna og stemning hefur verið í allri úrslitakeppni 1. deildarinnar. hamarsport.is hafa verið að senda út beint frá leiknum á netinu sem vert er að athuga með í kvöld fyrir þá sem heima eru.

#korfubolti