21 mar. 2017

Þór Akureyri varð deildarmeistari 1. deildar kvenna í vetur á dögunum. Liðið fékk verðlaunin afhent í hálfleik á leik Þórs Ak. og KR í úrslitakeppni karla á laugardaginn var. Þór vann síðast verðlaun í meistaraflokki kvenna árið 1976 þegar liðið varð Íslandsmeistari í efstu deild kvenna.

Framundan er svo úrslitakeppnin þar sem Þór Akureyri og Breiðablik munu eigast við í lokaúrslitum 1. deildar en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki leikur í Domino's deild kvenna að ári. 

Til hamingju Þór Akureyri!

#korfubolti