19 mar. 2017

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í dag. Þegar í úrslitakeppni er komið úrskurðar aganefnd um agamál jafnóðum og þau berast inn á borð nefndarinnar.

Mál nr. 41/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Bjarki Friðgeirsson, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Hamars og Fjölnis í úrslitakeppni 1. deildar meistaraflokks karla sem leikinn var þann 17. mars 2017.

Mál nr. 42/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Kristinn Ólafsson, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Hamars og Fjölnis í úrslitakeppni 1. deildar meistaraflokks karla sem leikinn var þann 17. mars 2017.

Mál nr. 43/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, sbr. einnig f. lið sama ákvæðis, skal hinn kærði, Marques Oliver, sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi í leik Hamars og Fjölnis í úrslitakeppni 1. deildar meistaraflokks karla sem leikinn var þann 17. mars 2017. Þess er getið að einn nefndarmanna taldi tveggja leikja bann hæfileg agaviðurlög.

Úrskurðirnir taka gildi samstundis.