17 mar. 2017Starfsmenn KKÍ funduðu og kynntu starfsemina fyrir nýrri stjórn kkd. Fjölnis og starfsmönnum félagins á þriðjudaginn var í íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum.

Farið var yfir ýmis praktís atriði og málefni körfunnar bæði hjá KKÍ og innnan Fjölnis rædd en í stjórn Fjölnis nú eru bæði nýjir stjórnarmenn með enga stjórnarreynslu og eldri stjórnarmenn, bæði frá núverandi tímabili sem og frá því áður, og því gott að stilla saman strengi.

KKÍ minnir félögin á að leita til sín ef einhverjar spurningar eða málefni eru sem félögin vilja ræða við starfsmenn skrifstofu, hvort sem er símleiðis eða með tölvupósti.