17 mar. 2017

Þór Akureyri varð á dögunum deildarmeistarar kvenna í 1. deild á yfirstandandi tímabili. Á morgun laugardaginn 18. mars mun liðið fá verðlaun sín afhend í hálfleik á leik Þórs Ak. og KR í úrslitakeppni Domino's deildar karla í Höllinni á Akureyri, 
en leikurinn verður sýndur í beinni á netinu í Þór-TV á thorsport.is.
 
Leikurinn hefst kl. 16:00 og mun Hannes. S. Jónsson, formaður KKÍ, afhenda verðlaunin eins og áður segir í hálfleik og krýna lið Þórs deildarmeistara. 
 
Framundan er svo úrslitakeppni 1. deildarinnar en hún hefst 25. mars með einvígi Þórs Ak. og Breiðabliks um laust sæti í Domino's deild kvenna að ári.

#korfubolti