15 mar. 2017

Úrslitakeppnin í Domino’s deild karla hefst í kvöld með einum leik í 8-liða úrslitunum. Þá mætast deildarmeistarar KR og Þór Akureyri sem lenti í 8. sæti deildarinnar í fyrstu umferð.

Stöð 2 Sport verður í DHL-höllinni og sýnir beint frá leiknum.

8-liða úrslit karla
🏀 KR-Þór Akureyri

➡️ DHL-höllin
⏰ 19:15 · Leikur 1
📺 Sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Á morgun fimmtudag mætast svo Stjarnan-ÍR, Tindastóll-Keflavík og Grindavík-Þór Þorlákshöfn.

Fylgist með umræðunni á Twitter undir #korfubolti og #dominos365