15 mar. 2017

Í kvöld fara fram fjórir leikir í deildarkeppni Domino's deildar kvenna. Einn leikur hefst kl. 18:00 en hinir þrír á hefðbundnum tíma kl. 19:15. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Allir leikir kvöldsins verða í lifandi tölfræði á kki.is. E
ftir leiki kvöldsins verða aðeins tvær umerðir eftir af deildarkeppninni í ár og þá verður ljóst hvaða fjögur lið munu mætast í úrslitakeppninni.


Leikir kvöldsins · Domino's deild kvenna
⏰18:00
🏀Valur-Grindavík

⏰19:15
🏀Njarðvík-Keflavík · Sýndur beint á Stöð 2 Sport
🏀Snæfell-Stjarnan
🏀Skallagrímur-Haukar

#korfubolti