11 mar. 2017

Í gærkvöld fór fram lokaumferðin í 1. deild karla þar sem Höttur varð deildarmeistari og tryggði sér þar með beinan farseðil upp í Domino's deildina á næsta tímabili. Fjögur lið í 2.-5. sæti leika í úrslitakeppni um hitt lausa sætið sem í boði er í Domino's deildinni.

Hattarmenn sigurlaun sín fyrir sigur í 1. deild karla. Afhent var að loknum leik Hattar og Breiðabliks fyrir fullu húsi á Egilsstöðum. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Stefán Þór Borgþórsson mótastjóri KKÍ afhentu Hreini Gunnari Birgisson fyrirliða Hattar bikarinn. 

Það varð því ljóst í gær að röðun liða og andstæðingarnir í undanúrslitunum verða Fjölnir í öðru sæti sem fær Hamar í fimmta sæti og Valur í þriðja sæti fær Breiðablik í fjórða sæti. Leikið er heima og að heiman og þarf að vinna þrjá leiki til að komast í úrslitin. Þar þarf á ný að vinna þrjá leiki.

Úrslitakeppnin hefst á þriðjudaginn næstkomandi þann 14. mars.

Lokastaðan · 1. deild karla 2016-2017
1. Höttur     21/3 42
2. Fjölnir     19/5 38
3. Valur     19/5 38
4. Breiðablik   16/8 32
5. Hamar     
10/14 20
6. Vestri     8/16 16
7. FSu              8/16 16
8. ÍA              6/18 12
9. Ármann      1/23   2