10 mar. 2017

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 22. apríl 2017 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu).

Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:
· Karlar 40+ ára
· Karlar 30+ ára
· Kvennaflokkur

Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Ingólfi Geirssyni í síma 861-9819 eða á netfanginu: nikkarinn@gmail.com

Að loknu móti er síðan gert ráð fyrir kvöldverði og kvöldvöku. Nánari upplýsingar um mótið og tilhögun þess verða svo birtar á heimasíðu og fésbókarsíðu Molduxa þegar nær dregur móti.

Takið þessa helgi frá og mætum öll með góða skapið og keppnisandann í lagi.