1 mar. 2017

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir tvö mál á fundi sínum í vikunni.

Mál nr. 35/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Daði Lár Jónsson, leikmaður Keflavíkur, sæta 1 leiks/leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og Hauka í unglingaflokki karla, sem leikinn var 20. febrúar 2017.

Mál nr. 37/2016-2017: 

Hinn kærði, Ingi Þór Steinþórsson, hefur ekki gerst brotlegur við ákvæði reglugerðar um -aga- og úrskurðarnefnd. Hið kærða lið, Snæfell, sætir áminningu og greiði sekt til KKÍ að fjárhæð kr. 20.000 vegna skort á gæslu á leikstað og að tryggja fullnægjandi vernd fyrir dómara leiksins. Hinu kærða félagi er jafnframt gert skylt að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja betur öryggi aðila sem koma að framkvæmd leikja.

Sjá má málið í heild sinni hér.


Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á morgun fimmtudag.