7 feb. 2017 Á laugardaginn verða krýndir bikarmeistarar karla og kvenna. Hjá félögunnum sem taka þátt í undanúrslitunum hafa öll liðin orðið bikarmeistarar í sögunni fyrir utan eitt félag (Þór Þ.) en þeir léku til úrslita í fyrra og stefna á að endurskrifa sína sögu á fimmtudaginn þegar undanúrslitin hjá körlum fara fram. 

Undanúrslit kvenna fara fram á morgun miðvikudag kl. 17:00 og 20:00 í Laugardalshöllinni.

Nýr farandbikar verður afhendur hjá konunum og því spennandi að sjá hvaða lið verður fyrst til að rita nafn sitt á hann. Bikar karla hefur safnað sögu síðan 1988 og stendur ennþá vel fyrir sínu.

Miðasala á leikina fer fram á tix.is en selt er inn á hvern leik fyrir sig og er miðaverð 1500 kr. fyrir 17 ára og eldri og 500 kr. fyrir 16-6 ára krakka.

Flestir bikarmeistaratitlar kvenna 1975-2016:

13 · Keflavík (1988, 89, 90, 93, 94, 95, 96, 97, 98, 2000, 04, 2011, 13)
10 · KR (1976, 77, 82, 83, 86, 87, 99, 2001, 02, 09)
7 · ÍS (1978, 80, 81, 85, 91, 2003, 06)
6 · Haukar (1984, 92, 2005, 07, 10, 14)
2 · Grindavík (2008 og 2015)

1 · Þór Akureyri (1975)
1 · ÍR (1979)
1 · Njarðvík (2012)
1 · Snæfell (2016)

Flestir bikarmeistaratitlar karla 1970-2016:
11 · KR (1970, 71, 72, 73, 74, 77, 79, 84, 91, 2011 16)
8 · Njarðvík (1987, 88, 89, 90, 92, 99, 2002, 05)
6 · Keflavík (1993, 94, 97, 2003, 04, 12)
5 · Grindavík (1995, 98, 2000, 06, 14)
3 · Stjarnan (2009, 2013, 2015)  
3 · Valur (1980, 81, 83)
3 · Haukar (1985, 86, 96)
2 · Ármann (1975, 76)
2 · ÍR (2001, 2007)
2 · Snæfell (2008, 10)
1 · ÍS (1978)
1 · Fram (1982)