25 jan. 2017

Sigmundur Már Herbertsson, FIBA dómari, verður í verkefni í kvöld í Frakklandi í Euro Cup kvenna, nánar tiltekið í heimabæ Martins Hermannssonar, í Charleville-Mézéres, þar sem kvennalið þeirra Carolo Basket mætir Good Angels Kosice frá Slóvakíu. Leikurinn er seinni leikur liðanna í 16 liða úrslitum en Godd Angels vann fyrri leikinn með 19 stigum.

Það sem er skemmtilegt við leikinn er einnig önnur tenging við Ísland en hún er sú að Good Angels er einmitt fyrrum lið Helenu Sverrisdóttur, en hún lék með liðinu í tvö tímabil 2012-2014.

 

Sigmundur Herbertsson er aðaldómari leiksins og meðdómarar hans verða Bert Van Slooten frá Hollandi, Maciej Nazimek frá Írlandi og eftirlitsmaður verður Victor Mas frá Spáni.


KKÍ óskar Sigmundi góðs gengis í kvöld en leikurinn hefst kl. 20:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni tölfræðilýsingu á vef FIBA Europe hérna.