9 des. 2016

Í dag var dregið í riðla fyrir EM, EuroBasket kvenna 2017, en leikið verður í Tékklandi þar sem drátturinn fór fram í dag. Lið Slóvakíu og Ungverjalands sem léku með stelpunum okkar í riðli komust áfram á lokamótið eftir riðlakeppnina.

Serbía eru ríkjandi Evrópumeistarar síðan á EuroBasket 2015 en 16-lið taka þátt í lokakeppni kvenna.

A-riðill: Ungverjaland, Úkraína, Tékkland og Spánn
B-riðill: Hvíta-Rússland, Tyrkland, Slóvakía og Ítalía
C-riðill: Serbía, Slóvenía, Frakkland og Grikkland
D-riðill: Lettland, Belgía, Svartfjallaland og Rússland

Evrópukeppnir yngri liða:
Á morgun, laugardaginn 10. desember, verður dregið í riðlakeppni yngri liðanna (fyrir utan U18 karla sem fer fram um þessar mundir) og þá kemur í ljós hverjir verða andstæðingar okkar liða í sumar.

Hægt er að fylgjast með drættinum í beinni á YouTube-rás FIBA hérna og hefst athöfnin kl. 09:30 að íslenskum tíma.