13 okt. 2016
Miðasalan fyrir EuroBasket 2017 heldur áfram á tix.is en aðeins 500 miðapakkar eru nú eftir fyrir íslenska aðdáendur. 
 
Á þriðjudaginn þegar salan hófst seldist upp í miðapakka 1 og eru því þeir miðar sem til eru allir í miðapakka 2 og 3. Eini munurinn á þessum pökkum er sá að bara á leik FIN-ISL sitja áhorfendur í svæði 3 eða 4 í staðin fyrir á svæði 2 eins og var í pakka 1. Á öllum öðrum leikjum eru íslendingar saman á svæði 1 á öllum öðrum leikjum.
 
Miðaskiptinging er eftirfarandi í miðapökkum í forsölunni en ennþá á eftir að ákveða í hvaða röð við leikum á EM (dregið 22. nóv, bæði í riðla og töfluröð):
 
Leikdagar gegn fjórum (4) liðum · Svæði 1:
· Leikur ÍSLANDS þann daginn + hinn leikurinn þenna dag sem er ekki leikur Finnlands.
 
Leikdagurinn gegn Finnlandi · Svæði 2-4 eftir pökkum:
· Leikur ISL þann daginn og enginn annar leikur.
 
Alls 9 leikir.
 
Kostir þess að kaupa miðapakka (þó íslenskir aðdáendur séu ekki vissir að vera allan tímann)
- Miðakaup í forsölu er eina leiðin til að sitja í íslendingahópnum með öðrum stuðningsmönnum Íslands.
- Miðakaup í forsölu tryggja bestu sætin (CAT1 / Svæði 1) og svo 2-4 á FIN-ISL.
- Besta miðaverðið. Mögulega munu stakir miðar á Íslandsleiki kosta litlu minna en miðapakki í forsölu þegar almenna salan hefst í des.
- KKÍ fær hluta af miðasölu seldra miða í gegnum tix.is í þessari forsölu skv. samningi við Finna.
- Hægt er að selja ónotaða miða eða nýta ekki. Miðar eru ekki tengdir nafni og því hægt að endurselja.
KKÍ mælir því eindregið með að áhugasamir tryggi sér miða í forsölunni og fljótlega munu koma ýmis tilboð um flug og gistingu fyrir áhugasama.

Nú þegar hafa rúmlega 1.000 manns keypt sér miða á EM í Helsinki og mun KKÍ og finnska körfuknattleikssambandið undirbúa komu þeirra vel og verða með veglegt aðdáendasvæði í miðbæ Helsinki á meðan mótinu stendur. Þar verður hægt að versla mat og drykk, kaupa varning og verða ýmsar uppákomur til að auka stemninguna á meðan mótinu stendur.