25 ágú. 2016

KKÍ heldur þjálfaranámskeið sem eru liður í fræðsluáætlun KKÍ en um er að ræða „Þjálfari 1.c.“ og „Þjálfari 2.c.“ verða þau haldin dagana 27.-28. ágúst.

KKÍ þjálfari 1.c er helgarnámskeið og fjarnám. Áhersla er lögð á þjálfun barna 12 ára og yngri í KKÍ 1.c náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1.a. KKÍ þjálfari 1.c gildir sem 40% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1.a, b og c námi útskrifast með KKÍ 1 þjálfara réttindi.

Laugardagur 27. ágúst 2016 – Laugardalur fyrir matarhlé og Valsheimilið eftir matarhlé
09:00-09:10 Setning (Saman með 2.c)                             Ágúst Björgvinsson
09:10-10:30 Skipulag þjálfunar 14 ára og yngri                     Snorri Örn Arnaldsson
10:40-12:00 Skipulag þjálfunar, þjálfaratýpur, áætlunargerð og tímaseðlar     Ágúst Björgvinsson
12:00-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Taktík - Liðsvörn maður á mann                     Borche Illievski Sansa
14:00-15:20 Hraðupphlaup (2 á 1, 3 á 2)                     Snorri Örn Arnaldsson


Sunnudagur  28. ágúst 2016 - Álftanes
09:00-10:20 Taktík – Liðssókn; Hreyfingar án bolta             Snorri Örn Arnaldsson
10:30-11:50 Skottækni, fótavinna og æfingar(framhald)             Jose María Costa 
11:50-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Vörn 1 á 1                                     Lárus Jónsson
14:00-14:30 Skriflegt lokapróf KKÍ 1 (20% tímaseðil) 
14:40-16:00 Umræður (hópar)
13:50-16:00 Verklegt próf KKÍ (20% framkvæma æfingu af tímaseðli) 

Eftir námskeið fer þjálfari og fylgist með fjórum æfingum hjá börnu yngri en 12 ára, fylgst er með a.m.k tveimur mismunandi þjálfurum. Þjálfari þarf svo að vinna stutt verkefni uppúr æfingum sem fylgst var með.

Þegar þjálfari hefur lokið og skilað öllum verkefnum verður þjálfari boðaður í útskrift og afhent þjálfaréttindi KKÍ þjálfari 1. 

Dagskrár röð birt með fyrirvara um breytingar 


KKÍ þjálfari 2.c er helgarnámskeið og fjarnám. Námskeiðið er samtals 20 kennslustundir. Áhersla er lögð á þjálfun barna og unglinga 17 ára og yngri, einstaklingsþjálfun og hvernig skuli byggja upp leikmenn og sérhæfa þá eftir leikstöðum. Farið er í tveggja og þriggja manna spil, mikilvægi á að hita upp og gera styrktar- og þolæfingar sérhæft fyrir körfubolta.

Laugardagur 27. ágúst 2016 - Laugardalur og Valsheimilið eftir matarhlé
09:00-09:10 Setning (Saman með 1.c)                         Ágúst Björgvinsson
09:10-10:30 Skipulag þjálfunar, áætlunargerð einstaklinga         Ágúst Björgvinsson
10:40-12:00 Líkamleg þjálfun (þol og styrkur)                 Helgi Jónas Guðfinsson
12:00-12:30 Matarhlé
12:30-13:50 Líkamleg þjálfun, meiðslafyrirbyggjandi æfingar og upphitun Helgi Jónas Guðfinsson
14:00-15:00 Einstaklingsþjálfun, leikstjórnanda                 Borche Illievski Sansa
15:10-16:10 Einstaklingsþjálfun, skotbakvarðar/skotframherja Craig Pedersen

Sunnudagur 28. ágúst 2016 - Álftanes
09:00-10:20 Þriggja manna spil, hindranir frá bolta (e. Screen away) og Ívar Ásgrímsson
   sóknar jafnvægi á hálfum velli
10:30-11:50 Tveggja manna spil 2 á 2 bolta hindrun (e. Pick & Roll) Ívar Ásgrímsson
11:50-12:30 Matarhlé 
12:30-13:30 Einstaklingsþjálfun, miðherja                 Jose María Costa 
13:40-15:00 Liðsvörn (framhald)                         Jose María Costa
15:10-16:00 Skriflegt lokapróf KKÍ Þjálfari 2 (20%) 

Eftir námskeið fer þjálfari og fylgist með fjórum æfingum hjá 13 til 17 ára, fylgst er með a.m.k tveimur mismunandi þjálfurum. Þjálfari þarf svo að vinna stutt verkefni uppúr æfingum sem fylgst var með.

Þegar þjálfari hefur lokið og skilað öllum verkefnum verður þjálfari boðaður í útskrift og afhent þjálfaréttindi KKÍ þjálfari 2. 

Dagskrár röð birt með fyrirvara um breytingar