25 maí 2016

Um helgina er komið að fyrri Úrvalsbúðahelginni 2016. Þá mæta til leiks um rúmlega 650 krakkar í árgöngum 2003, 2004 og 2005 á tvær æfingar. Stelpur æfa í Smáranum Kópavogi og strákarnir í DHL-höllinni í Vesturbænum.

Þjálfarar félaganna hafa sent sínar tilnefningar til KKÍ sem hefur boðað leikmenn með bréfi og verður mjög góð mæting um helgina. 

Dagskráin er eftirfarandi fyrir æfingahelgarnar í sumar:

Stúlkur: Smárinn, Kópavogi
Stúlkur f. 2005 · kl. 09.00 – 11.00 - Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Stúlkur f. 2004 · kl. 11.30 – 13.30 - Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Stúlkur f. 2003 · kl. 13.30 - 14.30 - Fræðsla / fyrirlestur laugardag báðar helgar.
+  
Stúlkur f. 2003 · kl. 14.30 – 16.30 - Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.

Margrét Sturlaugsdóttir er yfirþjálfari Úrvalsbúða stúlkna og þjálfarar eru Falur Harðarson, Árni Eggert Harðarson, Baldur Már Stefánsson, Auður Íris Ólafsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Kristjana Eir Jónsdóttir, Aníta Rún Árnadóttir og Viðar Halldórsson, íþróttasálfræðingur verður með fyrirlesturinn fyrir 2003 stúlkur.

Strákar: DHL-höllin
Drengir f. 2005 ·  kl. 09.00 – 11.00 - Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Drengir f. 2004 ·  kl. 11.30 – 13.30 - Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.
Drengir f. 2003 ·  kl. 13.30 - 14.30 - Fræðsla / fyrirlestur laugardag báðar helgar.
+
Drengir f. 2003 ·  kl. 14.30 – 16.30 - Æfing laugardag og sunnudag báðar helgar.

Ingi Þór Steinþórsson er yfirþjálfari Úrvalsbúða drengja og þjálfarar með honum eru Ágúst Björgvinsson, Sævaldur Bjarnason, Hallgrímur Brynjólfsson og svo skipta með sér dögum þeir Baldur Þór Ragnarsson og Martin Hermannsson og Kári Jónsson og Friðrik Þjálfi Stefánsson. Hörður Axel Vilhjálmsson verður með fyrirlesturinn fyrir 2003 drengir.

Verð á hvern þátttakanda fyrir úrvalsbúðirnar er 6.000 kr. samtals fyrir báðar helgarnar og skal greiða á staðnum á fyrstu æfingu hjá fulltrúa KKÍ. Hægt verður að greiða með korti.