10 nóv. 2001Veðrið hefur sett strik í reikninginn undanfarin sólarhring og fresta hefur þurft leikjum af þeim sökum. Í gærkvöldi varð að fresta leik KFÍ og Snæfells í 1. deild karla þar sem dómarar komust ekki með flugi til Ísafjarðar. Leikurinn hefur verið settur á á ný föstudaginn 23. nóvember kl. 21:00. Í dag lá allt innanlandsflug nirði eins og í gær og því varð að fresta leik Þórs Ak. og Ármanns/Þróttar í 2. deild kvenna til kl.14:00 á morgun sunnudag. Veðrið hefur einnig sett fjölliðamót yngri flokka úr skorðum. Mót hafa frestast og einstök lið hafa ekki getað mætt til leiks.