30 okt. 2001Leifur Garðarsson FIBA dómari hefur verið að gera það gott í dómgæslunni nú í haust. Hefur hann fengið góða dóma fyrir þá leiki sem hann hefur þegar dæmt í Evrópukeppni félagsliða. Leifur hefur verið tilnefndur til að dæma leik í Evrópukeppni landsliða í lok nóvember og tvo leiki í Evrópukeppnum félagsliða í byrjun desember. Með þessu hefur Leifur fengið 5 leiki á vegum FIBA þetta tímabilið. Þann 28. nóvember dæmir Leifur leik Íra og Makedoníu í Dublin í Evrópukeppni landsliða. 4. desember fer hann til Frakklands og dæmir leik Strassborgar gegn Udinese frá Ítalíu í Evrópukeppni bikarhafa. 5. desember dæmir hann svo leik franska liðsins Nancy gegn ítalska liðinu Scaligera frá Veróna í Evrópukeppni félagsliða.