19 okt. 2001Fjórir leikir eru á dagskrá 16-liða úrslita Kjörísbikarsins í kvöld, en tveir þessara leikja eru í uppnámi vegna þoku sem liggur yfir landinu. Á Akureyri eiga Þórsarar að mæta Grindvíkingum og Ísfirðingar eiga að taka á móti Keflvíkingum. Þar sem allt flug liggur niðri þessa stundina er óvíst hvort af þessum leikjum getur orðið í kvöld, en Flugfélagið hefur ekki gefið upp alla von. Að auki eiga Breiðabliksmenn að leika gegn Hamarsmönnum í Smáranum og á Selfossi verða Tindastólsmenn í heimsókn. Þeir eru lagðir af stað akandi frá Sauðárkróki og því verður ekki um frestun að ræða á þeim leik ef fer sem horfir. Nánar verður sagt frá leikjum kvöldsins þegar fyrir liggur hvort hægt verður að fljúga vestur og norður.