8 ágú. 2001Eftir um eina klukkustund, eða kl. 16 að íslenskum tíma, hefst fyrsti leikur unglingalandsliðs pilta (U-18) í undankeppni Evrópumótsins í Léon á Spáni. Í dag eru það Belgar sem eru mótherjar íslenska liðsins. Að sögn Sigurðar Hjörleifssonar þjálfara íslenska liðsins eru strákarnir klárir í slaginn. Hann sagði að belgíska liðið væri sterkt og leikmenn liðsins væru frekar fullorðinslegir af unglingum að vera. Mikill hiti er á Spáni eða allt að 35 C°, en íslensku strákarnir láta það ekkert á sig fá.