25 maí 2001Stjórn FIBA situr nú á neyðarfundi til að ákveða hver næstu skref verði eftir að ljóst var í atkvæðagreiðslu núna rétt áðan að tillaga stjórnarinnar um að samþykkja samninginn við EULEB, var felld. Atkvæðagreiðslan fór á þá leið að samningurinn var felldur með 29 atkvæðum gegn 18, 2 atkvæði voru auð eða ógild. Ekki er ljóst á þessari stundu hvert framhaldið verður, en stjórnin hafði hótað að segja af sér yrði samningurinn ekki samþykktur. Hvort svo verður kemur í ljós á næstu mínútum eða klukkustundum. kki.is mun flytja fréttir af þinginu eftir því sem færi gefst. Í stuttu máli má segja að samningur FIBA við ULEB snúist um skiptingu tekna af sjónvarpssamningi vegna meistaradeildar Evrópu. Nokkur stór félög stofnuðu sína eigin deild, EuroLeague, í vetur í kjölfar þess að þau töldu sig ekki fá nógu mikið að sjónvarpstekjunum í sinn hlut. FIBA fór af stað með SuproLeague, en ljóst er að ekki er hentugt að hafa tvær slíkar deildir í gangi. Því fór af stað samningaviðræður milli FIBA og ULEB þar sem lyktir urðu þær að FIBA gaf eftir á öllum sviðum og ULEB-liðin náðu öllum sínum kröfum fram. Þessi samningur hefur nú verið felldur á þinginu og fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála. Eftir því sem kki.is kemst næst takast á sjónarmið stórra félaganna í Evrópu og hinna minni. Stóru félögin vilja fá allar tekjur af deildinni í sinn hlut, en ekki deila neinu fé út til þeirra minni. Fulltrúar þessara sjónarmiða eru greinilega í minnihluta á þinginu í Bad Kreuznach.