25 maí 2001Pétur Hrafn Sigurðsson framkvæmdastjóri og Ólafur Rafnsson formaður KKÍ héldu í gær til Bad Kreuznach í Þýskalandi á ársþing FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins. Nokkur hitamál munu verða tekin til afgreiðslu á þinginu, þar á meðal samngingur sem FIBA gerði nýlega við samtök atvinnumannadeilda í Evrópu, ULEB, um sameingingu SuproLeague og EuroLeague. Stjórn FIBA lagði mikla áherslu á að fá samninginn samþykktan og hótaði að segja af sér yrði hann ekki samþykktur. Þess má geta að Pétur Hrafn og Birgitte Melbye framkvæmdastjóri danska körfuknattleikssambandsins voru í morgun kjörin í talningarnefnd fyrir komandi kosningu.