13 mar. 2001Það er óhætt að segja að mikið verða um að vera í körfuboltanum um næstu helgi. Úrslitakeppnir í meistaraflokki í einum fjórum deildum og átta bikarúrslitaleikir yngri flokka. Úrslitakeppnin í Epson-deildinni hefst sem kunnugt er á fimmtudaginn og á föstudaginn hefst úrslitakeppnin í 1. deild kvenna. Á sunnudaginn hefst síðan úrslitakeppni 1. deildar karla. Þá verður úrslitakeppni 2. deildar karla einnig um næstu helgi. Að þessu sinni verður keppnin haldin í Ólafsvík og Grundarfirði. Leikið verður í tveimur riðlum á föstudag og laugardag og síðan verður leikið um sæti á sunnudag. Búið er að setja upp úrslitatengla fyrir þessar úrslitakeppnir hér til hægri á síðuna. Þá verða bikarúrslitaleikir yngri flokkanna leiknir í Laugardalshöll um næstu helgi. Á laugardag verður leikið til úrslita í 9. flokki karla, 10. flokki karla og unglingaflokkum karla og kvenna. Á sunnudag verður síðan leikið í 9. flokki kvenna, drengjaflokki, 10. flokki kvenna og 11. flokki karla.