8 mar. 2001Hér koma vangaveltur um hvaða möguleikar eru í boði í kvöld, aðeins tvö lið geta orðið deildarmeistarar, Njarðvík og KR, en röðin frá 1 - 8 getur öll breyst. Ef Njarðvík vinnur verða þeir deildarmeistarar. Ef Keflavík vinnur á sama tíma og Tindastóll vinnur á sama tíma verður Tindastóll í 2. sæti og Keflavík í 3. og KR í 4. Ef Keflavík vinnur á sama tíma og KR vinnur á sama tíma verður Keflavík í 2., KR í 3. og Tindastóll í 4. Ef Keflavík tapar og Tindastóll vinnur verður Tindastóll í 2., Keflavík í 3. og KR. 4. Ef Keflavík tapar og KR vinnur verður KR í 2., Tindastóll í 3. og Keflavík í 4. Ef Njarðvík tapar og Keflavík vinnur og KR vinnur, verður KR í 1., Keflavík í 2. og Njarðvík í 3. Ef Njarðvík tapar og Keflavík vinnur og Tindastóll vinnur, verður Njarðvík í 1., Tindastóll í 2. og Keflavík í 3. Ef Njarðvík tapar og Keflavík tapar og KR vinnur, verður KR í 1., Njarðvík í 2., Tindastóll í 3. og Keflavík í 4. Ef Njarðvík tapar og Keflavík tapar og Tindastóll vinnur, verður Njarðvík í 1., Tindastóll í 2., Keflavík í 3. og KR í 4. 5. og 6. sætið. Ef Haukar vinna ÍR verða Haukar í 5. sæti og Hamar í 6. Ef Hamar vinnur Skallagrím og Haukar tapa þá verður Hamar í 5. sæti og Haukar í 6. Ef bæði liðin tapa verða Haukar í 5. sæti og Hamar í 6. sæti 7. og 8. sætið. Ef Grindavík vinnur Njarðvík verður Grindavík í 7. sæti og Skallagrímur í 8. Ef Skallagrímur vinnur Hamar og Grindavík tapar verður Skallagrímur í 7. sæti og Grindavík í 8. Ef bæði liðin tapa verður Grindavík í 7. sæti og Skallagrímur í 8. ÍR er fast í 9. sæti og Þór í 10. Valur og KFÍ eru fallin en geta breytt röðinni sín á milli en Valur er með betra innbyrðis hjá þeim.