21 feb. 2001Ein flugvél frá Flugfélagi Íslands er farin í loftið áleiðis til Ísafjarðar og útlit fyrir áframhaldandi flug vestur í dag er gott. Leikmenn KFÍ eiga pantað flug kl. 17:00 og góðar líkur eru á því að af leik þeirra við UMFN geti loks orðið í kvöld. Leikurinn, sem er í 18. umferð Epson-deildarinnar, átti upphaflega að fara fram sl. fimmtudagkvöld en var frestað vegna ófærðar. Ekkert hefur verið flogið til Ísafjarðar í heila viku og leik KFÍ gegn UMFG í 19. umferð sl. sunnudag varð einnig að fresta. Sá leikur hefur verið settur á nk. föstudag. Næsti leikur KFÍ þar á eftir verður fimmtudaginn 1. mars gegn Tindastól á Sauðárkróki, ef veður leyfir.