30 des. 2000Íslenska unglingalandsliðið, U16, tapaði í kvöld fyrir Dönum, 66-76, á Polar cup í Frederiksberg. Staðan í hálfleik var 34-34. Leikurinn var jafn og skemmtilegur allan tímann og munaði mest um leik Olafs Ingvasonar sem skoraði 28 stig alls staðar að af vellinum og var hreint óstöðvandi fyrstu 3 leikhlutana. En í fjórða leikhluta tókst Dönum ad finna svarið við Ólafi og hann skoraði ekki stig í síðasta leikhlutanum. Íslenska liðinu gekk illa að finna körfuna og Danir gengu á lagið og stóðu því uppi sem sigurvegarar eftir mikinn baráttuleik. Stigin skoruðu: Ólafur 28 stig, Þorleifur 13, Fannar 10, Kristinn 5, Sævar 4, Kjartan 3, Jón Brynjar 2, Magnus 1. Fráköst: Fannar 9, Kjartan 7, Kristinn 4, Jón Brynjar 3, Pálmar, Ólafur, Sævar, Þorleifur 2. Síðasti leikur íslenska liðsins verður á morgun kl. 10:00 að íslenskum tíma gegn Svíum og verður það úrslitaleikur um 3 sætið í mótinu.