28 des. 2000Staðan í leik Íslands og Noregs á Norðurlandamóti unglinga var 17-7 eftir fyrsta fjórðunginn og allt útlit fyrir íslenskan sigur. Leikurinn hófst ekki fyrr en kl. 18:30, seinkaði um 90 mínútur, vegna þess að spjald brotnaði í leik Svía og Finna fyrr í dag. Einn sænsku leikmannanna braut spjaldið í hraðaupphlaupi þegar 28 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. En ísland er á góðri leik með að vinna Norðmenn og staðan um miðjan annan fjórðung er 26-10 fyrir Ísland. Vegna atburða dagsins hefur leik íslands og Danmerkur á morgun, föstudag, verið seinkað til kl. 18:00 að íslenskum tíma, en leikurinn átti að vera kl. 17:00. Meira síðar.