9 des. 2000Í tilefni af 40 ára afmæli KKÍ sem verður 29. janúar næstkomandi mun sambandið gefa út bók um körfuknattleik á Íslandi í hálfa öld. Bókin verður mjög vegleg, um 400 blaðsíður og spannar sögu körfuknattleiksins allt frá því hann var kynntur hér á landi fyrst, fram til dagsins í dag. KKÍ hefur gefið áhugasömum einstaklingum sem tengjast íþróttinni á einhvern hátt tækifæri til að kaupa bókina fyrirfram og fá í staðinn nafn sitt skráð fremst í bókina í "tabula gratulatoria". Hringt hefur verið í fjölda manns og hafa undirtektir verið góðar. Ritnefndin hefur samt áhyggjur af því að ekki hafi náðst í alla þá sem áhuga hafa á að kaupa bókina fyrirfram og fá nafn sitt ritað fremst í bókina. Þeir sem áhuga hafa á að fá nafn sitt í bókina og ekki hefur verið haft samband við er bent á að hafa samband við skrifstofu KKÍ í síma 568 5949. Forsölunni líkur 15. desember. Verð bókarinnar er 7800 kr