21 nóv. 2000Andriy Podkovyrov þjálfari Úkraínumanna sagði á blaðamannafundi, sem haldin var í hádeginu í dag, að hans menn ætluðu sér ekkert annað en sigur í leiknum á morgun. Hann sagði að lið hans yrði að vinna leikinn á morgun til að eiga möguleika á að komast áfram í keppninni, en það væri markvið þeirra í keppninni. Úkraínumenn eru í fjórða sæti í D-riðilinum með 8 stig, eins og Makedóníumenn og Belgar sem eru í 2. og 3. sæti. Úkraínumenn hafa hinsvegar óhagstætt skor úr innbyrðisleikjum þessara þjóða. Podkovyrov sagði að úkraínska liðið swem mætir því íslenska væri þeirra sterkasta liðið, ef frá eru skildir þeir tveir leikmenn Úkráinu sem leika í NBA deildinni. Það eru sem kunnugt þeir Sergei Medvedenko sem leikur með Los Angels Lakers og Vitaly Potapenko sem leikur með Boston Celtics. Medvedenko skoraði 16 stig og tók 4 fráköst í leik Úkraínu og Íslands í Kiev í fyrravetur. Potapenko hefur hins vegar ekki leikið með landsliði Úkraínu í 6 ár.