27 sep. 2000Það er athyglisvert að skoða leikmannahóp Tindastóls í leiknum við Njarðvík á morgun, Valur Ingimundarson hefur valið hinn knáa bakvörð Kára Marisson í hópinn. Kári sem verður 49 ára í nóvember hefur ekki leikið í Úrvalsdeildinni síðan 3. desember 1989 þegar Tindastóll lék við KR. Frá þeim tíma hefur Kári leikið með 2. deildarliði Smára í Varmahlíð en í sumar fór hann að mæta á æfingar hjá Tindastól og fór svo að Valur valdi Kára í hópinn í kvöld, en fyrir utan hópinn situr sonur Kára, Axel sem er 17 ára og er því ekki ólíklegt að feðgar muni spila saman í úrvalsdeild í fyrsta skipti í vetur. Það yrði t.d. gaman að sjá feðgana spila við KR sem hefur annan son Kára innan sinna vébanda, Arnar. Þess má svo geta að Kári hóf að leika í meistaraflokki árið 1967, þá 16 ára gamall, með KFR og lék hann sinn fyrsta leik í Hálogalandi, seinna lék Kári með Val og Njarðvík og á að baki 24 A-landsleiki á árunum 1972-76