8 ágú. 2000Svíar sigruðu á Norðurlandamótinu í körfuknattleik sem lauk í Keflavík á laugardag. Finnar urðu í öðru sæti og Íslendingar í þriðja sæti, sem er jöfnun á besta árangri sem áður hefur náðst á Polar Cup. Danir urðu í fjórða sæti á mótinu og Norðmenn urðu í fimmta og neðsta sæti. Íslenska B-liðið lék sem gestalið á mótinu og telur árangur þeirra í raun ekki. (Þar sem úrslita leikja B-liðsins hafa verið skráð á meðan á mótinu stóð er B-liðið með stig á stigatöflu mótsins).