4 ágú. 2000Ísland tapaði fyrir Svíum 75-77 á Evrópumóti drengjalandsliða í Södertälje í Svíþjóð í gær. Ísland var yfir í leikhléi 41-38, en furðulegur ruðningsdómur á einn íslenska leikmanninn sem var í hraðaupphlaupi á lokamínútinni, varð til þess að Svíar stóðu uppi sem sigurvegarar. Magnús Pálsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 27 stig, Davíð Hermannsson gerði 17 stig og Guðni Valentínusson 15. Í dag mætir íslenska liðið Litháem, sem eru með gríðarlega sterkt lið.