16 sep. 1999Herbert Arnarson skoraði 22 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur, með liði sínu Donar, gegn Vacallo frá Sviss í forkeppni Korac cup í fyrradag. Donar tapaði leiknum 73-86, en síðari leikur liðanna fer fram í Hollandi í næstu viku. Að sögn Herbert átti Donar-menn ekkert svar við stórleik þeirra Matthews og Mujezinovic undir körfunni, en þeir skoruðu að vild í vítateig Donar.