Tölfræðinámskeið

KKÍ tölfræðinámskeið fyrir tímabilið 2018-2019.

Tölfræðinámskeið KKÍ fer fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal, mánudaginn 24. september, í E-sal á 3. hæð. Um er að ræða stutt en hnitmiðað námskeið sem hentar bæði vönum og nýjum tölfræðiskrásetjurum.

Á komandi tímabili verður notast við FIBA Livestatt v. 7 (FLS7) en það er ný útgáfa af tölfræðiforritinu og því mikilvægt að allir stattarar, nýjir og gamlir, verði tilbúnir fyrir upphaf tímabilsins og klárir að nota nýju útgáfuna, sem er talsvert frábrugðin þeirri gömlu. 

Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu og hvetjum við félög til að senda 1-2 aðila frá sér hið minnsta til að kynna sér forritið og starfið að vera stattari í vetur.

Dagskrá námskeiðisins:
kl. 17:30 Farið yfir helstu skilgreiningar
kl. 19:30 Hlé - Matur
kl. 19:45 Rennt yfir helstu atriðin í FLS7


Áætluð námskeiðslok eru um kl. 20:30

Fyrirlesari verður Jón Svan Sverrisson, FIBA Licenced Statistician og umsjónarmaður tölfræðikennslu KKÍ.
 

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Rusl-vörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira